Blöndulón er 57km2 að stærð og er eitt af stæstu vötnum landsins. Lónið varð til á árunum 1984-1991 sem uppistöðulón fyrir Blönduvirkjun. Blöndulón er staðsett á Kjöl, hálendisvegi og er í 25km fjarlægð frá Hveravöllum.
Skálarnir eru Áfangaskáli, Bugaskáli, Galtará og Ströngukvíslarskáli. Einnig erum við með áningarstaði fyrir hross við Kúlukvísl og í hesthúsinu milli vatna/Friðmundarvötn.
Við erum með beitarhólf við Kúlukvísl og hesthúsið milli vatna.
Þar er hægt að geyma hestana gegn vægu gjaldi og einnig hægt að kaupa af okkur heyrúllur.