Skip to content Skip to footer

Glæsileg aðstaða - sturtur og heitur pottur.

Áfangi er gistiskáli á Auðkúluheiði og stendur við Kjalveg, 38 km norður af Hveravöllum.  Hinum megin við veginn er Blöndulónið.

Í Áfanga er glæsilega aðstaða.  Þar er svefnpokapláss fyrir 32 í kojur í 4 manna herbergjum.  Það eru sturtur og heitur pottur.

Gott eldhús, matsalur og setustofa.

Þeir sem koma í gistingu geta komið með sinn mat og fá aðgang að eldhúsi og matsal.  Hægt er að athuga með veitingar á staðnum með því að hafa samband.

Hestafólk er sérstaklega velkomið í Áfanga líkt og allir aðrir, en við erum með stórt hesthús og tvö stór hólf.  Hey er selt á staðnum.

Gæsaveiðimenn hafa vanið komur sínar í ágúst og eru velkomnir eins og ávallt einnig eru rjúpnaskyttur velkomnar, þar sem skálinn verður opinn yfir rjúpnaveiðitímann.

Ég vil hvetja alla þá sem eru að huga að því að fara í einhverskonar ferðir yfir Kjöl og vilja komast í góða gistingu og hafa samband og panta því það er alltaf betra að vera tímalega í því. 

Verð á mann per nótt

Verðskrá 2024---Gisting: 8.200 kr. Börn: 3.000 kr. Rúmföt : 2.000 kr.------------Aðstöðugjald:Aðgangur að sturtum, salernum og heitum potti : 2.000 kr. ------------Hestur í gerði: 100 kr. Heyrúlla: 22.000 kr. (Óheimilt er að koma með hey)

Senda fyrirspurn