Skip to content Skip to footer
Um okkur

Skálavarsla á hálendi Íslands

Við byrjuðum í þessari skálavörslu á Evyndarstaðarheiði sumarið 2017 og höfum verið aðallega staðstett í Galtará síðan þá, þar til núna árið 2021, þá bauðst okkur að bæta við einum skála í viðbót. Sem er Áfangi við Kjalveg, þannig að núna eru þeir orðnir fjórir í heildina og tveir áningarstaðir.

highlands2

Áfangaskáli

Glæsileg aðstaða með 32 kojum í 4 manna herbergjum.
highlands3

Síðan við tókum við þá hefur bæst við einn fjölskyldumeðlimur, hann er að verða þriggja ára núna í sumar og svo ákváðum við að flytjast búferlum, frá Hafnarfirði til Selfoss, má alveg segja að það sé í raun aldrei rólegt í kringum okkur.

Finnst okkur þetta vera algjör forréttindi og draumur í dós að eyða sumrunum okkar uppi á hálendinu.

Kv. Katla og Óli

fyrirspurnir

Hafðu samband

Við tökum vel á móti öllum fyrirspurnum varðandi skálana og áningarstaða. Sláðu á þráðinn eða fylltu út formið hér á síðunni og við svörum um hæl.