Gisting fyrir hópa og einstaklinga.
Galtarárskáli er gistiskáli á Eyvindarstaðaheiði og stendur við Galtará, 6 km frá Kjalvegi þegar beygt er inná Eyvindarstaðaheiði.
Skálinn er opinn frá 15. júní – 15. ágúst.
Í skálanum er svefnpokapláss fyrir 32 í fjögurra manna herbergjum. Þeir sem kaupa gistingu hafa aðgang að ágætlega búnu eldhúsi, matsal, klósettum og heitum sturtum. Einnig er hægt að fá afnot af þvottavél.
Tekið er á móti hestahópum, hér eru hesthús og gerði fyrir hestana.
Hey er til sölu á staðnum.