Áfangaskáli
Áfangi er gistiskáli á Auðkúluheiði og stendur við Kjalveg, 38 km norður af Hveravöllum. Hinum megin við veginn er Blöndulónið.
Í Áfanga er glæsilega aðstaða. Þar er svefnpokapláss fyrir 32 í kojur í 4 manna herbergjum. Það eru sturtur og heitur pottur.
Bugaskáli
Bugaskáli er á Eyvindastaðarheiði. Gisting fyrir einstaklinga og hópa, allt að 12 svefnpokaláss. Svefnrými er eitt sameiginlegt herbergi.
Einnig er hægt að renna fyrir fiski í Aðalsmannsvatni sem er við Bugaskála
Galtarárskáli
Galtarárskáli er gistiskáli á Eyvindarstaðaheiði og stendur við Galtará, 6 km frá Kjalvegi þegar beygt er inná Eyvindarstaðaheiði.
Skálinn er opinn frá 15. júní – 15. ágúst.
Ströngukvíslarskáli
Ströngukvíslarskáli er á Eyvindastaðarheiði. Gisting fyrir einstaklinga og hópa, allt að 32 svefnpokaláss. Það eru tvö herbergi, í öðru herberginu er svefnpláss fyrir 6 manns og hinu er pláss fyrir 16manns.